Fyrirspurn
2.liður úr fundargerð fjölskylduráðs frá 24.febr. sl.
Fjölskylduráð tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í meðfylgjandi fréttatilkynningu og áréttar mikilvægi þess að eftirlit og faglegur stuðningur við þjónustu við fatlað fólk sé öflugt og skilvirkt. Hafnarfjörður hefur ásamt þremur öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu haldið úti slíku eftirliti frá árinu 2013. Í janúarmánuði síðastliðnum kom starfsmaður innra eftirlitsins á fund fjölskylduráðs og gerði grein fyrir starfi sínu.
Aukning umfangs þjónustu við fatlað fólk á þessu svæði undanfarið gefur tilefni til að auka starfshlutfall í umræddu eftirliti, sem nú er 50% í 100%. Fjölskylduráð leggur áherslu á að það verði gert með fjármagni úr jöfnunarsjóði eins og verið hefur hingað til.
Í fjárhagsáætlun ársins 2017 var bætt við fjármunum til að auka hlutfall fagmenntaðra í þjónustu við fatlað fólk, sem bætist við þær ráðstafanir sem getið er um í meðfylgjandi fréttatilkynningu.