Bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók til máls, þá Geir Jónsson, síðan Gunnar Axel Axelsson, Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari við ræðu Gunnars Axels Axelssonar.
Kristinn Andersen tók þessu næst til máls, síðan bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir sem lagði til svohljóðandi breytingartillögu: í stað orðanna "beita sér fyrir" komi "fela fjölskylduráði að undirbúa" átak gegn heimilisofbeldi.
Guðfinna Guðmundsdóttir tók þá til máls.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu með þeirri breytingu sem bæjarstjóri lagði fram.