Hafnarstjórn - 1450
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3376
8. maí, 2014
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 29.4. sl.
Svar

Lagt fram til kynningar. 11.1. 1209178 - Fjárhagsáætlun, uppgjör og ársreikningur 2013 Lagður fram Ársreikningur Hafnarfjarðarhafnar fyrir árið 2013 Hafnarstjórn gerir athugasemd við að ársreikningurinn hafi ekki verið sendur til formlegrar afgreiðslu í hafnarstjórn áður en hann var tekinn fyrir í bæjarstjórn, eins og venja hefur verið.
Hafnarstjórn óskar eftir því að þetta verði fært til fyrri vegar.

Hafnarstjórn hefur yfirfarið ársreikning hafnarinnar fyrir árið 2013 og samþykkir hann. 11.2. 0805038 - Hafnar- og lóðarsamningur, endurskoðun Lagður fram samningur milli Hafnarfjarðarhafnar og Rio-tinto, Alcan um vörugjöld og fleira frá og með 1. október 2014. Samningurinn er undirritaður með fyrirvara um samþykki hafnarstjórnar Hafnarfjarðar og bæjarstjórnar Hafnarfjarðar. Hafnarstjórn þakkar samninganefnd hafnarinnar í samningum við Rio-Tinto, Alcan og samningsaðilum góða sátt í viðræðunum.
Hafnarstjórn samþykkir samninginn og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja hann.
11.3. 1404302 - Umsókn um lóð Lögð fram minnisatriði hafnarstjóra með forsvarsmönnum Geneón Evrópu ehf. varðandi umsókn þeirra um lóð á hafnarsvæðinu. Hafnarstjórn getur ekki orðið við erindinu, að svo stöddu, þar sem annar aðili er lóðarhafi. 11.4. 1402300 - Hótel- og ferðaþjónusta í Hafnarfjarðarhöfn Lagðar fram teikningar af mögulegum staðsetningum og mögulegu fyrirkomulagi, ásamt kostnaðaráætlun vegna aðstöðusköpunar fyrir hótelskip í Hafnarfjarðarhöfn. Hafnarstjóra falið vinna málið áfram og kostnaðarmat út frá framlagðri hugmynd.