Kaldárselsvegur, tenging við Reykjanesbraut, deiliskipulag
Kaldárselsvegur
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3467
29. júní, 2017
Annað
Fyrirspurn
5.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 27.júní sl. Tekin fyrir að nýju tillaga að deiliskipulagi ásamt breytingu á afmörkunum þeirra deiliskipulagsáætlana þar sem vegurinn liggur um en bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti að það yrði auglýst á fundi sínum 15.2.2017.
Auglýsingatíma er lokið, athugasemdir bárust. Lögð fram umsögn dags. 19. júní 2017 og uppfærður uppdráttur dags. 3. febrúar 2017.
Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 30. maí sl. var ákveðið að bregðast við athugsemdum þar sem 4 lykilatriði verða endurskoðuð. Allar göngutengingar verða skoðaðar betur og gert verður ráð fyrir undirgöngum undir Ásvallabraut til þess að tenging við upplandið verði sem öruggust. Það verður gert ráð fyrir stoppustöð Strætó Mosahlíðarmeginn. Settar verða hljóðmanir við Mosahlíð og hljóðvistin verður skoðuð nánar með raunmælingu á staðnum. Settar verða upp hraðadempandi aðgerðir í Klettahlíð til að koma í veg fyrir hraðakstur þar í gegn.
Skipulags- og byggingarráð tekur undir umsögn umhverfis- og skipulagsþjónustu dags. 22. júní 2017 vegna athugasemda sem bárust. Skipulags- og byggingarráð samþykkir að ljúka deiliskipulaginu Kaldárselsvegur, tenging við Reykjanesbraut í samræmi við 41. gr. laga nr. 123/2010.
Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir nýtt deiliskipulag Kaldárselsvegur, tenging við Reykjanesbraut og að skipulaginu verði lokið í samræmi við 41. gr. laga nr. 123/2010."
Svar

Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir framlagða tillögu skipulags- og byggingaráðs.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 195960 → skrá.is
Hnitnúmer: 10125531