Ekki er talið raunhæft að gera ráð fyrir að Reykjanesbrautin verði færð í jarðgöng eins og lagt er til. Slík framkvæmd er afar dýr lausn, og hefur tvövöldun brautarinnar nú þega verið samþykkt í skipulagi og gert er ráð fyrir þeim framkæmdum í áætlunum Vegagerðar á næstu árum. Hins vegar myndi þessi lausn vissulega auka tengingu einstakra hverfa og auka landrými í Hafnarfirði. Hins vegar er þetta afar dýr framkvæmd og þar sem Reykjanesbraut er skilgreind sem þjóðvegur sem fer í gegnum þéttbýli þyrfti svona lausn að vinnast í samvinnu við ríkisvaldið sem bæri kostnað af framkvæmdinni. Þá þarf að gera ráð fyrir að samgönguás/borgarlina höfuðborgarsvæðinsins fari í gegnum Hafnarfjörð og er það mikilvægt fyrir bæinn að tengjast þeim samgönguás sem getur haft veruleg og jákvæð áhrif á uppbyggingu bæði byggðar og atvinnulífs á svæðinu.