Sólvangsvegur 1-3, eignarhald íbúða, íbúðarétti breytt í eignarrétt
Sólvangsvegur 1
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1724
30. apríl, 2014
Annað
Fyrirspurn
1.liður úr fundargerð FJÖH frá 23. apríl sl.
Til fundarins mætti Gylfi Ingvarsson, formaður stjórnar Hafnar, og kynnti stöðuna og fyrirhugaðar breytingar á eignarhaldi íbúða. Geir Jónsson vék af fundi.
Fjölskylduráð þakkar Gylfa Ingvarssyni fyrir kynninguna á málefnum öldrunarmiðstöðvarinnar Hafnar og styður áframhaldandi vinnu stjórnar við að leita lausna.
3.liður úr fundargerð UMFRAH frá 23. apríl sl.
Lagt fram erindi frá stjórn Öldrunarmiðstöðvarinnar Hafnar vegna fjögurra íbúða sem Hafnarfjarðarbær hefur íbúðarrétt á.
Ekki er hægt að svara framkomnu erindi án þess að fram fari úttekt á starfsemi Hafnar. Greina þarf ástæður fyrir uppsöfnuðuðum rekstrarvanda og skoða með hvaða hætti hagsmunir íbúðaréttarhafa verði best tryggðir. Umhverfis- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra að svara erindinu. Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir að fulltrúi stjórnar Hafnar komi á næsta fund og fari yfir málið.
Svar

Helga Ingólfsdóttir tók til máls, þá bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, síðan Geir Jónsson, þessu næst Lúðvík Geirsson, Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari við ræðu Lúðvíks Geirssonar.
Gunnar Axel Axelsson tók þá til máls, Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari. Geir Jónsson tók síðan til máls, þá Eyjólfur Þór Sæmundsson, Geir Jónsson kom að andsvari.

Gert var stutt fundarhlé.

Bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun f.h. allra bæjarfulltrúa:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar harmar þá stöðu sem upp er komin í rekstri sjálfseignarstofnunarinnar Hafnar. Hafnarfjarðarbær mun sem hagsmunaaðili og einn af 14 stofnaðilum Hafnar leggja sitt af mörkum til þess að hægt sé að finna viðunandi og varanlega lausn á þeirri stöðu sem upp er komin."

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 122317 → skrá.is
Hnitnúmer: 10038515