Helga Ingólfsdóttir tók til máls, þá bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, síðan Geir Jónsson, þessu næst Lúðvík Geirsson, Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari við ræðu Lúðvíks Geirssonar.
Gunnar Axel Axelsson tók þá til máls, Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari. Geir Jónsson tók síðan til máls, þá Eyjólfur Þór Sæmundsson, Geir Jónsson kom að andsvari.
Gert var stutt fundarhlé.
Bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun f.h. allra bæjarfulltrúa:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar harmar þá stöðu sem upp er komin í rekstri sjálfseignarstofnunarinnar Hafnar. Hafnarfjarðarbær mun sem hagsmunaaðili og einn af 14 stofnaðilum Hafnar leggja sitt af mörkum til þess að hægt sé að finna viðunandi og varanlega lausn á þeirri stöðu sem upp er komin."