Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu að umsögn um samgönguáætlun 2013 - 2016 með 11 atkvæðum.
Sgríður Björk Jónsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun f.h. hönd allra bæjarfulltrúa:
,,Hafnarfjarðarbær fagnar auknum áherslum á almenningssamgöngur og göngu-og hjólastíga,
einkum uppbyggingu stofnstíga í Hafnarfirði á tímabili áætlunarinnar. (Hafnarfjarðarbær leggur til að eftirfarandi aðkallandi verkefni fari inn á samgönguáætlun 2013-2016:)
Ekki hefur verið farið í stærri vegaframkvæmdir í Hafnarfirði frá því að Reykjanesbraut var lögð ofan við kirkjugarð árið 2002 þrátt fyrir að vegaáætlun gerði ráð fyrir tvöföldun Reykjanesbrautar með mislægum gatnamótum við Krísuvíkurveg. Hafnarfjarðarbær leggur til að eftirfarandi aðkallandi verkefni fari inn á samgönguáætlun 2013-2016:
1. Tvöföldun Reykjanesbrautar 1. áfangi, mislæg gatnamót við Krýsuvíkurveg.
2. Krýsuvíkurvegur - gerð hringtorgs við Hellnahraun II og Velli.
3. Fjarðarhraun frá Flatahrauni að Engidal ? endurgerð götu, breytingar á tengingum.
4. Kaldárselsvegur milli Ofanbyggðarvegar og Reykjanesbrautar ? endurgerð vegar.
Jafnframt er lögð áhersla á að lokið verði við tvöföldun Reykjanesbrautar milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar. Huga má að áfangaskiptingu ef slíkt flýtir fyrir
framgangi verkefnisins, og er einkum mikilvægt að flýta fyrsta áfanga verksins, kaflann milli
Strandgötu og Krýsuvíkurvegar með mislægum gatnamótum við Krýsuvíkurveg, sem er mikið
umferðaröryggisatriði auk þess að vera nauðsynleg samgöngubót fyrir íbúa Valla og uppbyggingu iðnaðarhverfis í Hellnahrauni.
Huga þarf að kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélagsins í því sambandi.
Þá vill Hafnarfjarðarbær ítreka mikilvægi þess að Ofanbyggðarvegur í Hafnarfirði fari inn á
samgönguáætlun þar sem ljóst er vegurinn gegnir mikilvægu hlutverki í vegtengingum á
höfuðborgarsvæðinu. Reykjanesbraut mun ekki anna allri umferðinni sem skapast hér á
suðursvæðunum í framtíðinni.?