Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í fyrirspurn að breyta annarri og þriðju hæð hússins í íbúðir og byggja inndregna þakhæð, enda er sýnt fram á að hún veldur ekki auknu skuggavarpi á lóðir við Austurgötu.Skipulags - og byggingarráð tekur jákvætt í lóðarstækkun sem nemur bílastæðum sem snúa að húsinu á baklóð þess og felur sviðinu að vinna tillögu að lóðablaði. Tillaga 2 í fyrirspurn hentar betur hugmyndum um fjölbeytta uppbyggingu með fjölbreyttri stærð íbúða. Þar sem um er að ræða uppbyggingu á miðbæjarsvæði verði ekki gerðar sömu kröfur um fjölda bílastæða, en lögð áhersla á góða aðstöðu fyrir reiðhjól og aðkomu að húsinu fyrir bæði hjólandi og gangandi. Mikilvægt er að tryggja áframhaldandi góðan aðgang fyrir atvinnustarfsemi á neðri hæðum og gera ráð fyrir kvöð um aðgengi með aðföng til verslana. SBH heimilar lóðahöfum að vinna tillögu að deiliskipulagi á grundvelli fyrirspurnar eða tillögu 2 og í samvinnu við skipulags- og byggingarsvið.