Fífuvellir 2, óleyfisframkvæmdir
Fífuvellir 2
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 512
28. maí, 2014
Annað
Fyrirspurn
Bent hefur verið á að húsinu hafi verið breytt án leyfis og innréttaðar aukaíbúðir, en húsið er skráð sem einbýlishús. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 13.05.14 eigendum Sveinbirni Sveinssyni kt. 300567-5339 og Laufeyju Baldvinsdóttur kt. 020664-2589 skylt að gera grein fyrir umræddum framkvæmdum og færa húsið til þess horfs sem leyfi er fyrir. Yrði ekki brugðist við erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á eigendur í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010. Sveinbjörn Sveinsson mætti í viðtal vegna málsins og kom fram að hann hygðist ekki breggðast við erindinu.
Svar

Skipulags- og byggingnarfulltrúi leggur dagsektir á eiganda Sveinbjörn Sveinsson kr. 20.000 á dag frá og með 01.07.14 í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 hafi hann ekki fyrir þann tíma sýnt fram á að mannvirkið sé í því horfi sem samþykktir uppdrættir sýna eða að öðrum kosti fært það í það horf. Laufeyju Baldvinsdóttur er gert að gera grein fyrir málinu fyrir sama tíma.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 195099 → skrá.is
Hnitnúmer: 10071164