Suðurnesjalína 2, umsókn Landsnets hf um framkvæmdaleyfi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 382
20. október, 2015
Annað
Fyrirspurn
Tekin fyrir samþykkt skipulags- og byggingarráðs frá 10.07.2015 er varðar umsókn Landsnets dags. 07.05.14 um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Suðurnesjalínu frá Hamranesvirki að bæjarmörkum við Sveitarfélagið Voga. Framkvæmdaleyfið var grenndarkynnt skv. 13. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdatíma lauk og athugasemdir bárust. Lögð var fram samantekt sviðsstjóra á innkomnum athugasemdum og tillaga að svörum við þeim ásamt svari Landsnets við þeim.
Lagt fram að nýju samkomulag milli Hafnarfjarðarkaupstaðar og Landsnets undirritað 9. júlí 2015.
Svar

Skipulags- og byggingarráð felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að auglýsa framkvæmdaleyfið skv. 14. grein skipulagslaga nr. 123/2010.