Tekin fyrir að nýju umsókn Landsnets dags. 07.05.14 um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Suðurnesjalínu frá Hamranesvirki að bæjarmörkum við Sveitarfélagið Voga. Framkvæmdaleyfið var grenndarkynnt skv. 13. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasmdatíma er lokið, athugasemdir bárust. Lögð fram samantekt sviðsstjóra á innkomnum athugasemdum.
Svar
Skipulags- og byggingarráð felur sviðsstjóra að gera tillögu að svörum við athugasemdum. Jafnframt er óskað eftir að Landsnet tjái sig um innkomnar athugasemdir í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga um rannsóknarskyldu.