Suðurnesjalína 2, umsókn Landsnets hf um framkvæmdaleyfi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1736
10. desember, 2014
Annað
Fyrirspurn
2. liður úr fundargerð SBH frá 2.des. sl. Tekin fyrir að nýju umsókn Landsnets dags. 07.05.14 um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Suðurnesjalínu frá Hamranesvirki að bæjarmörkum við Sveitarfélagið Voga. Skipulags-og byggingarráð samþykkti 23.09.14 að ráðinn verði lögmaður með sérþekkingu á sviði skipulagsmála til aðstoðar varðandi lagalega stöðu aðila í málinu. Ívar Pálsson lögmaður mætti á fundinn og gerði grein fyrir athugun sinni á málinu. Lagt fram minnisblað Ívars um málið.
Lagt fram.
Svar

Ólafur Ingi Tómasson tók til máls, þá Gunnar Axel Axelsson og Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir. Síðan bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson, Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari við ræðu bæjarstjóra Haraldar L. Haraldssonar.
Einar Birkir Einarsson tók þá til máls, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari við ræðu Einars Birkis Einarssonar.
Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson tók þá aftur til máls, Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari við ræðu bæjarstjóra Haraldar L. Haraldssonar.

Ólafur Ingi Tómasson tók síðan til máls og kynnti eftirfarandi ályktunartillögu:

Ályktun - Bæjarstjórn Hafnarfjarðar

"Krefjast þess að Landsnet fjarlægi rafmagnslínur

Óbreytt staða á rafmagnslínum í landi Hafnarfjarðar hamlar eðlilegri framþróun sveitarfélagsins. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar leggur áherslu á mikilvægi þess að Hamraneslínur verði fjarlægðar og að samkomulagi frá 25. ágúst 2009 um framkvæmdir á flutningskerfi raforku innan lögsagnarumdæmis Hafnarfjarðar verði hrint í framkvæmd.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar tekur undir álit bæjarstjóra sem kemur fram í bréfi til Landsnets hf. dags. 2. des. sl.

Bæjarstjórn tekur ennfremur undir ósk bæjarstjóra til Landsnets að félagið geri Hafnarfjarðarbæ ítarlega grein fyrir eftirfarandi: Í fyrsta lagi hverjar þær breyttu aðstæður séu sem leitt hafa til þess að áætlanir Landsnets hafa breyst. Í öðru lagi hvernig þessar breyttu aðstæður teljist verulegar varðandi efnahagslegar forsendur verkefnisins. Í ljósi áhrifa þess sem þetta hefur á bæjarfélagið er nauðsynlegt að Landsnet geri grein fyrir þessu. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar telur ekki augljóst að mögulegar breytingar hafi áhrif á alla framkvæmdina því ólíkar forsendur geti verið fyrir mismunandi hlutum hennar.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar kallar eftir viðræðum að nýju á gundvelli 4. mgr. 6 gr. samkomulags Hafnarfjarðar og Landsnets frá 25. ágúst 2009 en þar kemur fram að aðilar skuli taka upp viðræður um málið, komi þessi staða upp, til að lágmarka tjón aðila."

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti ályktunina með 11 samhljóða atkvæðum.