Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Landsnet dags. 07.05.14 um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Suðurnesjalínu frá Hamranesvirki að bæjarmörkum við Sveitarfélagið Voga. Áðir lögð fram skýrsla Eflu dags. apríl 2014: Lýsing mannvirkja við útgáfu framkvæmdaleyfis, matsskýrsla Eflu dags. 10.08.09, yfirlitskort, álit Skipulagsstofnunar á mati á umhverfisáhrifum dags. 17.09.09, leyfi Orkustofnunar dags. 05.12.13, og ákvarðanir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 24.02.14 um eignarnám og teikningar af möstrum. Við samþykkt breytingar á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005-2025 fyrir Suðvesturlínur var sá fyrirvari gerður um nákvæma legu línustæða að þeim verði hnikað til ef áður óþekktar fornminjar eða náttúruminjar koma í ljós við nánari athugun Hafnarfjarðarbæjar.
Lögð fram viðbótar fornleifaskráning Fornleifastofunnar dags. Apríl 2014. Lagðar fram umsagnir Byggðasafns Hafnarfjarðar og Minjastofnunar Íslands. Í umsögn Minjastofnunar kemur fram að gera þurfi ítarlegri fornleifarannsóknir og framkvæma hættumat að nýju.