Á forsendu samkomulags Landsnets og Hafnarfjarðarkaupstaðar um flutningskerfi raforku og bætta ásýnd og hljóðvist spennuvirkis við Hamranes, er undirritað var þann 9. júlí sl. samþykkir meirihluti Bjartrar Framtíðar og Sjálfstæðisflokks framkvæmdaleyfi til Landsnets fyrir Suðurnesjalínu 2. Skipulags- og byggingarráð gerir framlögð svör við athugasemdum að sínum og felur skipulags- og byggingarsviði að senda þau til viðkomandi.
Fulltrúi Samfylkingar og fulltrúi Vinstri Grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.