Sviðsstjóri fjölskyldusviðs fór yfir stöðu málsins.
Guðlaug Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi Bæjarlistans leggur fram svohljóðandi bókun:
Að fenginni reynslu er brýnt að sérstaklega verði hugað að viðkvæmustu notendum ferðaþjónustu við endurskoðun útboðs og þjónustuforms. Fólki sem síst þolir röskun á högum sínum og þarf ríkan stuðning vegna t.d. tjáningarmáta eða einhverfu. Notandinn á að vera í forgrunni, ekki kerfið. Þjónustutími er meðal þess sem þarf að skoða, en í dag er t.d. þjónustutími Strætó til grundvallar, sem er fyrst og fremst valkostur í samgöngum. Notendur ferðaþjónustu hafa margir ekki aðra valkosti og þurfa að geta komist leiðar sinnar á helgidögum og svo framvegis.
Að auki hvet ég bæjarfulltrúa til að skoða málið með opnum hug, ekki gera breytingar breytinganna vegna heldur út frá málefnalegum forsendum á grundvelli yfirstandandi mats.