Guðlaug Kristjánsdóttir tók til máls og tók 2. varaforseti Kristinn Andersen við stjórn fundarins á meðan.
Friðþjófur Helgi Karlsson tók þá til máls, Guðlaug Kristjánsdóttir kom að andsvari, Friðþjóður Helgi Karlsson svaraði andsvari.
Guðlaug Kristjánsdóttir tók við stjórn fundarins að nýju.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu fjölskylduráð með 10 samhljóða atkvæðum.
Friðþjóður Helgi Karlsson lagði fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa Samfylkingar og Vinsti hreyfingarinnar græns framboðs:
"Fulltrúar Samfylkingar og VG fagna því að málið hafi verið tekið til endurskoðunar. Við teljum að þarna séu stigin skref í rétt átt. Mikilvægt er að halda vinnunni áfram og finna leið sem tryggi jafnræði í gjaldtöku vegna almenningssamgangna fatlaðra og ófatlaðra notenda þjónustu hjá Strætó."