Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur neikvætt í erindið. Húsið er innan þynningarsvæðis álversins, og samkvæmt reglum sem Hollustuvernd ríkisins (nú Umhverfisstofnun) setti, er ekki gert ráð fyrir búsetu, matvælaframleiðslu eða landbúnaði innan þeirra marka. Dreifingarspá fyrir flúoríð sýnir að ekki eru forsendur fyrir breyttum mörkum þynningarsvæðisins, og er það því óbreytt í nýju aðalskipulagi.