Steinhella 17 B, fyrirspurn um breytta notkun fastanr. 223 893, mhl 02.
Steinhella 17B
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 512
28. maí, 2014
Annað
Fyrirspurn
Guðmundur Adolfsson f.h. Steinhellu 17 ehf, leggur inn fyrirspurn um hvort heimilt verður að breyta notkun á rými 0101 í mhl02 að Steinhellu 17, úr iðnaði í fiskverkun. Matvælastofnun og Heilbrigðiseftirlitið hafa skoðað húsnæðið og telja því ekkert til fyrirstöðu þegar búið verður að breyta innra skipulagi.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur neikvætt í erindið. Húsið er innan þynningarsvæðis álversins, og samkvæmt reglum sem Hollustuvernd ríkisins (nú Umhverfisstofnun) setti, er ekki gert ráð fyrir búsetu, matvælaframleiðslu eða landbúnaði innan þeirra marka. Dreifingarspá fyrir flúoríð sýnir að ekki eru forsendur fyrir breyttum mörkum þynningarsvæðisins, og er það því óbreytt í nýju aðalskipulagi.