Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur enn neikvætt í erindið, sem er í andstöðu við gildandi Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 og nýtt Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2025 sem bíður staðfestingar Skipulagsstofnunar. Í umsögn Umhverfisstofnunar og fundargerð Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavógssvæðis er kveðið á um að ekki eigi að fara fram framleiðsla matvæla á svæðinu.
Enn fremur vísast í reglugerð um matvælaeftirlit og hollustuhætti við framleiðslu og dreifingu matvæla. 103/2010, viðauka 3, lið 2. "Matvælafyrirtæki mega ekki vera í beinu sambandi við óskyldan atvinnurekstur eða íbúð og skulu eigi staðsett nálægt atvinnurekstri sem getur haft mengandi áhrif á starfsemina."
Skiplags- og byggingarfulltrúi mun synja erindinu ef formleg umsókn berst. Afgreiðsla breyttrar notkunar húsnæðis fellur undir 9. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 og er alfarið á hendi byggingarfulltrúa skv. sömu grein og umboði byggingarfulltrúa í 70. grein Samþykktar um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar. Heimilt er að kæra úrskurði byggingarfulltrúa til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.