Menningar- og ferðamálanefnd - 225
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3382
10. júlí, 2014
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 27.6. sl.
Svar

Lagt fram til kynningar. 25.1. 1406416 - Menningar- og ferðmálanefnd, kosning Á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar þann 19. júní sl. voru eftirtaldir kosnir í menningar- og ferðamálanefnd.
Aðalmenn:
Unnur Lára Bryde
Helga Björg Arnardóttir
Jón Grétar Þórsson
Varamenn:
Kristín María Thoroddsen
Sóley Elíasdóttir
Óskar Steinn Ómarsson

Tillögu um áheyrnarfulltrúa var vísað til forsetanefndar.

Kjósa þarf formann og varaformann.
Jafnframt verður farið yfir starfshætti nefndarinnar. Kristján Sturluson, starfandi bæjarstjóri, mætti til fundarins og gerði að tillögu sinni að Unnur Lára Bryde yrði formaður nefndarinnar. Tillagan samþykkt. Unnur Lára Bryde gerði að tillögu sinni að Helga Björg Arnardóttir yrði varaformaður nefndarinnar. Tillagan samþykkt. 25.2. 1401869 - Bæjarbíó, rekstraraðili. Tekin fyrir skipun bíóráðs en Hafnarfjrðarbær á 2 fulltrúa á meðan Kvikmyndasafn Íslands er ekki með sýningar í Bæjarbíói. Menningar- og ferðamálanefnd tilnefnir Björn Pétursson, bæjarminjavörð, og óskar eftir að Fasteignafélag Hafnarfjarðar tilnefni fulltrúa sinn til setu í bíóráði.