Herjólfsgata 38, breyting
Herjólfsgata 38
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 367
24. mars, 2015
Annað
Fyrirspurn
Morgan ehf. sækir 04.06.2014 um breytingu á íbúð í rými 01-14, sjá skýringar á blaði, samkvæmt teikningu Guðmundar Gunnlaugssonar dags. 01.06.2014. Skipulags- og byggingarráð óskaði eftir umsögn húsfélagsins Herjólfsgötu 36-40 og fól skipulags- og byggingarsviði að skoða nánari lögformlega hlið málsins. Umsögn húsfélagsins hefur borist og umsögn um lögformlega hlið liggur fyrir. Skipulags- og byggingarráð fól skipulags- og byggingarsviði að upplýsa eigendur íbúða í húsinu um stöðu mála og kanna vilja þeirra til umbeðinnar breytingar áður en málið yrði tekið til afgreiðslu. Lagðar fram niðurstöður úr þeirri könnun. Skipulagsstofnun telur fjölgun íbúða ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag.
Svar

Skipulags- og byggingarráð synjar erindinu þar sem það samræmist ekki gildandi deiliskipulagi.
Ólafur Ingi Tómasson vék af fundi undir þessum lið.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 198619 → skrá.is
Hnitnúmer: 10091885