Forseti ber upp tillögu um breytingu á fulltrúum Bjartrar framtíðar í fræðsluráði þar sem varamaðurinn Þórunn Blöndal, Brekkugötu 7, fer úr ráðinu og í hennar stað tekur sæti varamanns Áshildur Hlín Valtýsdóttir, Ljósabergi 48, 221 Hafnarfirði. Er tillagan samþykkt samhljóða með 11 greiddum atkvæðum.
Einnig ber forseti upp tillögu um eftirfarandi breytingar á fulltrúum í skipulags- og byggingarráði, þar sem þau hætta Borghildur Sölvey Sturludóttir og Pétur Óskarsson sem aðalmenn. Helga Björg Arnardóttir, Álfaskeiði 1 hættir sem varamaður og verður aðalfulltrúi. Hörður Svavarsson, Hólabraut 6 verður aðalfulltrúi. Nýr varamaður verður Hulda Sólveig Jóhannsdóttir, Glitvöllum 5. Sigurður P Sigmundsson er áfram varamaður.
Til máls tekur Gunnar Axel Axelsson.
Fundarhlé kl. 17:21.
Fundi framhaldið kl. 18:14.
Helga Ingólfsdóttir vék af fundi í fundarhléi og í hennar stað er mættur Pétur Gautur Sigurðsson.
Forseti ber aftur upp ofangreinda tillögu að breytingu á fulltrúum í skipulags- og byggingarráði og er tillagan samþykkt með 7 atkvæðum en 4 sitja hjá. Einar Birkir Einarsson, Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir, Pétur Gautur Sigurðsson, Kristinn Andersen, Ólafur Ingi Tómasson, Rósa Guðbjartsdóttir og Unnur Lára Bryde greiddu atkvæði með tillögunni. Adda María Jóhannsdóttir, Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir, Gunnar Axel Axelsson, Margrét Gauja Magnúsdóttir sátu hjá.
Þá ber forseti upp tillögu að breytingumn í Hafnarstjórn sem felur í sér að þar hætta þau Borghildur Sölvey Sturludóttir, aðalmaður og í hennar stað kemur Karólína Helga Símonardóttir, Kelduhvammi 24 sem aðalfulltrúi. Pétur Óskarsson hættir sem varamaður og í hans stað kemur Hulda Sólveig Jóhannsdóttir, Glitvöllum 5.
Er tillagan samþykkt með 7 atkvæðum og 4 sitja hjá. Einar Birkir Einarsson, Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir, Pétur Gautur Sigurðsson, Kristinn Andersen, Ólafur Ingi Tómasson, Rósa Guðbjartsdóttir og Unnur Lára Bryde greiddu atkvæði með tillögunni. Adda María Jóhannsdóttir, Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir, Gunnar Axel Axelsson, Margrét Gauja Magnúsdóttir sátu hjá.
Adda María Jóhannsdóttir tekur til máls og leggur fram eftirfarandi bókun fyrir hönd fulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna vegna breytinga á skipulags- og byggingarráði og Hafnarstjórn:
"Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna sitja hjá og óska bókað.
Við treystum okkur ekki til að taka afstöðu til tillögunnar eins og hún er lögð fram."