Fyrirspurn
Lögð fram eftirfarandi tillaga um ráðningu bæjarstjóra sem samþykkt var í bæjarstjórn 18. júní 2014:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að staða bæjarstjóra verði auglýst laus til umsóknar og felur bæjarráði ábyrgð á faglegu ráðningarferli. Skal bæjarráð skipa þriggja manna valnefnd sem fær það hlutverk að greina starfið, skilgreina hæfniskröfur, stýra matsferlinu og meta hæfi umsækjenda. Í valnefndinni skuli vera 2 fulltrúar meirihluta og 1 fulltrúi minnihluta í bæjarstjórn. Undirbúningur hefjist strax og drög að ráðningarferli og auglýsingu verði lögð fyrir bæjarráð til staðfestingar í næstu viku. Í kjölfarið verði starfið auglýst laust til umsóknar."