Atvinnuþróun og markaðssetning Hafnarfjarðarbæjar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3386
28. ágúst, 2014
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram samþykkt bæjarstjórnar frá 18. júní sl.: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að farið verði í atvinnuþróunarverkefni sem miði að því að efla atvinnulíf í bænum. Farið verði í markvissa kynningu á þeim möguleikum sem Hafnarfjörður hefur upp á að bjóða jafnt fyrir starfandi fyrirtæki sem og þeim sem hyggja á nýja atvinnustarfsemi. Einnig verði gerðar tillögur að því hvernig styrkja megi samskipti bæjaryfirvalda við fyrirtæki og atvinnulíf. Bæjarráði verði falin frekar útfærsla verkefnisins."
Svar

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að málinu á milli funda.