Strandgata 31-33 deiliskipulag
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1733
29. október, 2014
Annað
Fyrirspurn
2.liður úr fundargerð SBH frá 14.okt. sl. Tekin fyrir að nýju tillaga Yrki arkitekta að breytingu á deiliskipulagi Miðbæjar frá árinu 2000 hvað varðar lóðina Strandgata 31-33. Tillagan var auglýst 17.07.14 með framlengdum athugasemdatíma til 12.09.14, sem er lokið. Athugasemdir bárust. Lögð fram samantekt Skipulags- og byggingarsviðs á innkomnum athugasemdum og tillaga að svörum við þeim.
Skipulags- og byggingarráð gerir svör skipulags- og byggingarsviðs að sínum, samþykkir deiliskipulagið og að afgreiðslu erindisins verði lokið skv. 41. og 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn samþykkir breytingu á deiliskipulagi miðbæjar hvað varðar lóðirnar Strandgata 31-33 og að afgreiðslu erindisins verði lokið skv. 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010."
Svar

Ólafur Ingi Tómasson tók til máls.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum fyrirliggjandi tillögu skipulags- og byggingarráðs.