Álhella 3, 4 og 8, byggingarstjóraskipti
Álhella 3
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 516
25. júní, 2014
Annað
‹ 17
18
Fyrirspurn
Ástvaldur Óskarsson óskar f.h. Geymslusvæðisins ehf eftir að fyrirtækið verði skráð sem byggingarstjóri á byggingunum Álhella 3, 4 og 8.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar eftir skriflegri staðfestingu á að starfsmaður fyrirtækisins uppfylli 28. og 31. greinar laga um mannvirki nr. 160/2010:
28. gr. Starfsleyfi byggingarstjóra.
Byggingarstjóri skal hafa starfsleyfi Mannvirkjastofnunar. Skilyrði fyrir útgáfu starfsleyfis er að umsækjandi uppfylli viðeigandi hæfniskröfur 2.?4. mgr., hafi sótt sérstakt námskeið sem Mannvirkjastofnun stendur fyrir og hafi gæðastjórnunarkerfi samkvæmt nánari fyrirmælum í reglugerð.
31. gr. Gæðastjórnunarkerfi byggingarstjóra.
Fyrirtæki og stofnanir geta í eigin nafni borið ábyrgð sem byggingarstjórar við mannvirkjagerð enda starfi þar maður við byggingarstjórn sem hefur starfsleyfi til að annast umsjón með þeirri gerð mannvirkis, sbr. 4. mgr. 27. gr.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 218697 → skrá.is
Hnitnúmer: 10102313