Áheyrnarfulltrúar í ráðum og nefndum 2014-2018
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1730
17. september, 2014
Annað
Fyrirspurn
1.liður úr fundargerð forsetanefndar frá 11.sept. sl. Teknar fyrir að nýju tillögur um áheyrnarfulltrúa sem bæjarstjórn vísaði til forsetanefndar á fundi sínum 19. júní sl. Um er að ræða íþrótta- og tómstundanefnd, menningar-og ferðamálanend og forsetanefnd.
Forsetanefnd samþykkir að framboðslisti sem á kjörinn fulltrúa í bæjarstjórn en ekki í forsetanefnd fái áheyrnarfulltrúa í forsætisnefnd til reynslu í 1 ár.
Forsetanefnd vísar kosningu áheyrnarfulltrúa til bæjarstjórnar.
Öðrum afgreiðslum frestað.
Svar

Gunnar Axel Axlelsson tók til máls, þá Guðlaug Kristjánsdóttir og tók Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir við stjórn fundarins á meðan, forseti tók síðan við stjórn fundarins á ný.
Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók síðan til máls.

Tilnefning kom um Gunnar Axel Axelsson sem áheyrnarfulltrúa Samfylkingar.

Fleiri tilnefningar bárust ekki og skoðast hann rétt kjörinn.