Bæjarráð bókar eftirfarandi:
Störfum á höfuðborgarsvæðinu hefur fækkað
Hafnarfjarðarbær stendur við þá niðurstöðu, sem fram kom í greiningu sem gerð var á stöðugildum hjá ríkisstofnunum á höfuðborgarsvæðinu, að störfum á vegum ríkisins á höfuðborgarsvæðinu hefur fækkað frá árinu 2007 til 2013.
Byggðastofnun gerði athugasemdir við greiningu Hafnarfjaðrarbæjar og er þeim þakkað fyrir þær ábendingar sem þar komu fram.
Þegar búið er að taka tillit til þeirra athugasemda sem komu frá Byggðastofnun, þegar tölurnar hafa verið leiðréttar, sýna niðurstöðurnar enn að störfum á vegum ríkisins á höfuðborgarsvæðinu hefur fækkað frá 2007 til 2013.
Fækkunin er um 230 störf. Ennfremur má benda á að stöðugildum í stjórnarráðinu fækkar um 53 milli áranna 2013 og 2014 ,úr 530 Í 477, skv. svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn um sparnað af sameiningu ráðuneyta- þingskjal 576 ? 171. mál á yfirstandandi þingi.
Í greiningu Hafnarfjarðarbæjar eru einungis tekin með þau opinberu hlutafélög sem voru ríkisstofnanir, að fullu eða hluta, á samanburðarárinu 2007.
Hafnarfjarðarbær hefur ekki dregið í efa tölur Byggðastofnunar enda var stofnunin að skoða fjölda opinbera starfa 2011 en tölur í samantekt Hafnarfjarðarbæjar miðuðu við 2013. Leggja ber áherslu á að skoðun Hafnarfjarðarbæjar fjallar um staðsetningu stöðugilda en ekki um búsetu viðkomandi starfsmanna.
Hafnarfjarðarbær fagnar því að til standi að fá fram nákvæmari tölur og að Byggðastofnun muni innan skamms birta tölur um stöðugildi ríkisstarfsmanna 2013