Fiskistofa, flutningur
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1734
12. nóvember, 2014
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram tölulegar upplýsingar um stöðugildi ríkistofnana á höfuðborgarsvæðinu.
Svar

Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson tók til máls og lagði fram svohljóðandi ályktunartillögu:
"Í ljósi þeirra gagna sem nú liggja fyrir um fjölda stöðugilda hjá ríkisstofnunum á höfuðborgarsvæðinu 2007 -2013, ítrekar Bæjarstjórn Hafnarfjarðar áskorun sína á ríkistjórnina og Sigurð Inga Jóhannesson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að draga ákvörðun um flutning Fiskistofu til baka þar sem málefnaleg rök fyrir flutningnum hafa ekki komið fram og fyrirliggjandi tölur sýna að stöðugildum á vegum ríkisins á höfuðborgarsvæðinu hefur fækkað ólíkt því sem almennt hefur verið haldið fram í umræðunni."

Gert var stutt fundarhlé.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.