Forseti ber upp tillögu um að bæjarstjórn samþykki að fundir bæjarstjórnar hefjist kl. 17 héðan í frá. Jafnframt upplýsir bæjarstjórn að unnið sé að heildstæðum breytingum á samþykktum um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar sem verða lagðar fram í bæjarstjórn.
Ólafur Ingi Tómasson tekur til máls. Forseti kemur að stuttri athugasemd. Ólafur Ingi Tómasson kemur einnig að stuttri athugasemd.
Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir tekur til máls. Til andsvars kemur Ólafur Ingi Tómasson.
Til máls tekur bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir. Til andsvars kemur Ólafur Ingi Tómasson.
Ofangreind tillaga forseta er samþykkt með 10 greiddum atkvæðum og einn er á móti.