Bæjarstjórn, starfsumhverfi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1789
30. ágúst, 2017
Annað
Fyrirspurn
1.liður úr fundargerð forsetanefndar frá 25.ágúst sl. Farið yfir drög að dagskrá bæjarstjórnarfundar sem verður haldinn miðvikudaginn 30.ágúst nk.
Í samræmi við ákvörðun Bæjarráðs sem tekin var í umboði bæjarstjórnar frá 29. júní sl. vekur Forsetanefnd athygli á breyttum fundartíma bæjarstjórnar sem héðan í frá verður kl. 17 á miðvikudögum í stað kl. 14.
Svar

Forseti ber upp tillögu um að bæjarstjórn samþykki að fundir bæjarstjórnar hefjist kl. 17 héðan í frá. Jafnframt upplýsir bæjarstjórn að unnið sé að heildstæðum breytingum á samþykktum um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar sem verða lagðar fram í bæjarstjórn.

Ólafur Ingi Tómasson tekur til máls. Forseti kemur að stuttri athugasemd. Ólafur Ingi Tómasson kemur einnig að stuttri athugasemd.

Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir tekur til máls. Til andsvars kemur Ólafur Ingi Tómasson.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir. Til andsvars kemur Ólafur Ingi Tómasson.

Ofangreind tillaga forseta er samþykkt með 10 greiddum atkvæðum og einn er á móti.