Bæjarstjórn, starfsumhverfi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1783
29. mars, 2017
Annað
Fyrirspurn
Forsetanefnd leggur til við bæjarstjórn að bæjarstjórnarfundur sem halda skal þann 12. apríl n.k. verði felldur niður þar sem örðugt er með boðun og undirbúning fundarins vegna páska. Einnig leggur forsetanefnd til við bæjarstjórn að reglubundinn fundur bæjarstjórnar sem vera átti miðvikudaginn 26.apríl nk. verður færður aftur um einn dag eða til fimmtudagsins 27.apríl og hefjist á breyttum tíma kl. 16:00
Svar

Til viðbótar fyrirliggjandi tillögu er einnig lögð fram eftirfarandi tillaga:

"Komi til þess að á fundi skipulags- og byggingarráðs, sem haldinn verður þann 4 apríl nk., verði samþykkt að vísa tillögu að breyttu deiliskipulagi Skarðshlíðar 2 til samþykktar í bæjarstjórn, samþykkir bæjarstjórn samhljóða að veita bæjarráði umboð til að afgreiða málið f.h. bæjarstjórnar samkvæmt ákvæðum skipulagslaga."

Tillögurnar samþykktar samhljóða með 11 greiddum atkvæðum.