Norðurgarður og Norðurbakki - endurbygging
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1864
17. febrúar, 2021
Samþykkt
Fyrirspurn
8.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 9.febrúar sl. Skipulags- og byggingarráð samþykkti 1.12.2020 tillögu að breytingu á deiliskipulagi Norðurbakka að nýju og að málsmeðferð yrði í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga. Erindinu var jafnframt vísað til staðfestingar í Hafnarstjórn og bæjarstjórn. Hafnarstjórn samþykkti erindið á fundi sínum þann 2.12.2020 og bæjarstjórn samþykkti samhljóða afgreiðslu hafnarstjórnar og skipulags- og byggingarráðs þann 9.12.2020. Tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Norðurbakka var auglýst 18.12.2020-28.1.2021. Athugasemd barst. Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7.2.2021 lögð fram.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir breytingu á deiliskipulagi og vísar til staðfestingar í hafnarstjórn og bæjarstjórn.
1.liður úr fundargerð hafnarstjórnar frá 10.febrúar sl. Lögð fram að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi Norðurbakka sem var samþykkt í hafnarstjórn þann 2.12.2020 og bæjarstjórn þann 9.12.2020. Tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Norðurbakka var auglýst 18.12.2020 til 28.01.2021. Athugasemd barst. Jafnframt lögð fram afgreiðsla skipulags- og byggingarráðs á málinu frá 09.02.2021 þar sem breytingin er samþykkt og vísað til hafnarstjórnar.
Hafnarstjórn samþykkir breytingu á deiliskipulagi og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
Svar

Kristín María Thoroddsen tekur til máls.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu Hafnarstjórnar og skipulags- og byggingarráðs.