Hlíðarás 45, frágangur á byggingarstað
Hlíðarás 45
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 528
17. september, 2014
Annað
Fyrirspurn
Haft var samband vegna slysahættu að Hlíðarási 45. Húsið hefur staðið hálfbyggt og óvarið síðan 2008 Er nú í eigu Íslandsbanka. Steypujárn eru óvarin og fallhætta er af efri plötu, sjá meðfylgjandi myndir. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 09.07.14 eiganda skylt að ganga þannig frá að ekki sé slysahætta af m.a. þyrfti að verja óvarin steypujárn. Ekki hefur verið brugðist við erindinu.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekar fyrirmæli sín til eiganda, Íslandsbanka hf, um að koma öryggismálum hússin í viðunandi horf. Verði ekki brugðist við því innan 4 vikna mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á eiganda í samræmi við 160/2010.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 207286 → skrá.is
Hnitnúmer: 10084852