Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eiganda skylt að sækja um leyfi fyrir veggnum í samræmi við 7.2.3. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012 m.s.br.:
Afla skal byggingarleyfis vegna girðinga og skjólveggja á lóðum nema framkvæmdirnar séu undanþegnar byggingarleyfi skv. f-lið 1. mgr. 2.3.5. gr.
Girðing eða skjólveggur á mörkum lóða er alltaf háður samþykki beggja lóðarhafa óháð hæð girðingar eða skjólveggs og skal samþykkis leitað áður en hafist er handa við smíði girðingar eða skjólveggs.