Tillagan var felld með þremur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar.
Bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar:
Meirihluti bæjarráðs fordæmir aðgerðir Ísraelsstjórnar á Gazasvæðinu síðustu vikur, sem bitnað hafa fyrst og fremst á óbreyttum borgurum á svæðinu. Meirihlutinn styður hvers konar aðgerðir íslenskra stjórnvalda og alþjóðasamfélagsins sem leitt geta til varanlegrar lausnar í deilu þessara tveggja þjóða. Það sé þó ekki hlutverk bæjarfélagsins að svo stöddu að beita viðskiptaþvingunum vegna þessara deilna ekki frekar en þegar önnur átök eiga sér stað í heiminum eða þegar mannréttindi eru brotin.