Reykjanesbraut tenging við Rauðhellu/Krýsuvíkurveg
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 8 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1770
14. september, 2016
Annað
Fyrirspurn
5.liður úr fundargerð SBH frá 6.sept. sl. Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 28.06.2016 var lögð fram tillaga Landmótunar dags. 23.06.2016 að deiliskipilagi varðandi mislæg gatnamót Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar.
Skipulags- og byggingarráð samþykkti að auglýsa framlagða deiliskipulagsbreytingu í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Deiliskipulagið var auglýst frá 20 júlí til 31 ágúst. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir breyttan deiliskipulagsuppdrátt af Reykjanesbraut frá Áslandi að Hellnahrauni, og að deilskipulagsbreytingunni verði lokið í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Svar

Til máls tekur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson.

Framlögð tillaga er samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.