Fyrirspurn
Tekið til umræðu hvernig draga megi úr slysahættu á gatnamótunum. Skipulags- og byggingarráð leggur áherslu á bættar vegtengingar við stofnæðar í Hafnarfirði, aðkallandi er að tenging Krísuvíkurvegar við Reykjanesbraut verði sett í forgang. Vakin er athygli á því að engar stórframkvæmdir Vegagerðarinnar hafa verið í Hafnarfirði frá árinu 2003. Á svæði Valla búa nú um 6000 manns og fer fjölgandi. Uppbygging á iðnaðarsvæði sunnan Reykjanesbrautar er vaxandi og eru vegtengingar við svæðin óviðunandi. Ein hættulegustu gatnamót landsins eru frá Rauðhellu inn á Reykjanesbraut og fyrirséð að umferð muni aukast um þau gatnamót þar til vegtenging við Krísuvíkurveg verður að veruleika.