Fluguskeið 11, byggingarstig og notkun
Fluguskeið 11
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 557
15. apríl, 2015
Annað
Fyrirspurn
Fluguskeið 11 er skráð á byggingarstigi 2, matstigi 1 og síðasta skráða úttekt er á þakvirki þann 27.10.2011. Mannvirkið hefur verið tekið í notkun án fokheldis-, öryggis- eða lokaúttektar. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 21.08.14 byggingarstjóra skylt að sækja um lokaúttekt innan fjögurra vikna. Yrði ekki brugðist við því mundi skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra og senda erindi til Mannvirkjastofnunar um áminningu í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir á byggingarstjóra Bjarna Sigurðsson kr. 20.000 á dag frá og með 01.06.15 í samræmi við 57. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 hafi ekki verið skráður byggingarstjóri á húsið sem boði til endurtekinnar lokaúttektar fyrir þann tíma. Dagsektir verða sendar til innheimtufyrirtækis.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 215896 → skrá.is
Hnitnúmer: 10101392