Viðskiptasamningur Hafnarfjarðarbæjar og Íslandsbanka, fyrirspurn
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3386
28. ágúst, 2014
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn bæjarráðsfulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna send í tölvupósti 26.8.: "Hvaða ákvæði í viðskiptasamningi Hafnarfjarðarbæjar og Íslandsbanka dags. 14. ágúst 2014 eru bundin trúnaði og verða ekki birt almenningi og um hvað fjalla þau ákvæði? Óskað er skriflegs svars á næsta fundi bæjarráðs."
Svar

Samningar vegna gjaldeyrisskipta eru opnir á vef Hafnarfjarðarbæjar í fundargerð bæjarráðs frá 14. ágúst. Íslandsbanki hefur óskað eftir því að ákveðin ákvæði í samningum bæjarins verði bundin trúnaði vegna viðskiptahagsmuna bankans. Ákvæðin eru í tveimur skjölum, annars vegar í CIRS samningnum (sem er staðfesting á sjálfri afleiðunni) og svo hins vegar í viðauka við ISDA samninginn. Þau varða annars vegar álag á REIBOR vexti og hins vegar mörk sem sett eru í tengslum við tryggingar.