Samkvæmt 20 grein lögreglusamþykktar fyrir Hafnarfjörð er óheimilt að leggja eða setja neitt það á almannafæri sem hindrar umferð. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eiganda kerjanna skylt að fjarlægja þau innan tveggja vikna. Að öðrum kosti verða þau fjarlægð á kostnað eiganda í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.