Móabarð 29
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 532
15. október, 2014
Annað
Fyrirspurn
Borist hefur kvörtun vegna fiskikerja á götunni fyrir framan húsið. Samkvæmt 20 grein lögreglusamþykktar fyrir Hafnarfjörð er óheimilt að leggja eða setja neitt það á almannafæri sem hindrar umferð. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 17.09.14 eiganda kerjanna skylt að fjarlægja þau innan tveggja vikna. Að öðrum kosti yrðu þau fjarlægð á kostnað eiganda í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010. Borist hafa andmæli íbúa Móabarðs 29 dags. 04.10.14, þar sem staðhæft er að körin trufli ekki umferð.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur andmæli ekki gild, þar sem bílastæði eru aðeins heimil þarna megin götunnar og teljast hluti af umferðarkerfinu. Körin verða fjarlægð á kostnað eiganda hafi þau ekki farið innan 10 daga frá dagsetningu þessa fundar.