Móabarð 29
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 539
4. desember, 2014
Annað
Fyrirspurn
Borist hefur kvörtun vegna fiskikerja á götunni fyrir framan húsið og síðar gangstéttahellna. Andmælabréf barst frá Móabarði 19.11.14.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur andmæli ekki gild. Ekki verður séð nauðsyn þess að geyma gangstéttarhellur á götunni, og það er ekki í umdæmi húseigenda að ákveða hvar aðrir leggja bílum sínum á götunni. Húsinu hefur þegar verið úthlutað einu stæði fyrir fatlaða og ætti það að nægja. Ef óskað er eftir hljóðvistarstyrk skal senda um það erindi til Umhverfis- og framkvæmdasviðs. Skipulags- og byggingarfulltrúi beinir því til Umhverfis- og framkvæmdasviðs að fjarlægja hellur af götunni án tafar.