Þróunarsvæði
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1735
26. nóvember, 2014
Annað
Fyrirspurn
2.liður úr fundargerð SBH frá 10.nóvember sl. Framhald umræðu. Þétting byggðar/ nýir byggðarkjarnar. Skipun ráðgjafahóps um verkefnið. Verkefnislýsing áður samþykkt. Lagt til að skipaður verði ráðgjafahópur til að gera tillögu að þróunarsvæðum innan núverandi byggðar í samræmi við stefnu svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins 2015-2040. Hópinn skipa: Sigrún Magnúsdóttir, arkitekt, Þráinn Hauksson, landslagsarkitekt og Kári Eiríksson, arkitekt. Sviðsstjóri verður tengiliður Skipulags- og byggingarsviðs við hópinn. Frestað á síðasta fundi. Meirihluti Skipulags og byggingarráðs samþykktir tillögu um starfshóp og verkefnalýsingu vegna þéttingarsvæða, eins og gert var einnig 14.10.2014.Tillagan og afgreiðsla hennar er innan fjárhagsáætlunar skipulags- og byggingarsviðs sem fer til samþykktar í bæjarstjórn. Hér er um metnaðarfulla nálgun að ræða þar sem verið er að tengja svæðisskipulagsvinnu við Höfuðborgarsvæðið við íbúaþróun Hafnarfjarðar, þar sem samgöngur, þétting byggðar og hverfaskipting verður til skoðunar. Á 4 ára fresti er sveitafélaginu gert að taka ákvörðun um endurskoðun aðalskipulags sveitafélagsins. Til þess þarf faglega nálgun og yfirsýn sem tekur á móti breyttu landslagi í skipulagsmálum, þetta er fyrsta skrefið í þeirri vinnu.
Tillagan tekin til afgreiðslu: Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar greiða atkvæði með tillögunni og fela sviðsstjóra að ganga frá málinu. Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna sitja hjá. Tillagan er samþykkt með 3 atkvæðum.
"Fulltrúar Samfylkingarinnar og VG vísa málinu til frekari umræðu í bæjarstjórn. Með tilliti til kostnaðar og hvort Skipulags- og byggingarsvið geti tekið verkefnið að sér. Einnig með tilliti til fjármögnunar og hvort hægt sé að framkvæma verkefnið á hagkvæmari hátt. Minnihlutinn er þó ekki mótfallinn verkefninu efnislega."
Svar

Ófeigur Friðriksson tók til máls, þá Borghildur Sturludóttir, Ófeigur Friðriksson kom að andsvari við ræðu Borghildar Sturludóttur, Borghildur Sturludóttir svaraði andsvari.
Rósa Guðbjartsdóttir tók síðan til máls, þá Gunnar Axel Axelsson, Borghildur Sturludóttir kom að andsvari við ræðu Gunnars Axels Axelssonar, Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari, Rósa Guðbjartsdóttir kom einnig að andsvari við ræðu Gunnars Axels Axelssonar, Gunnar Axel Axelssonar svaraði andsvari.

Haraldur L. Haraldsson bæjartjóri tók þessu næst til máls, Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari.
Ófeigur Friðriksson tók þá til máls öðru sinni, einnig Borghildur Sturludóttir, Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari við ræðu Borghildar Sturludóttur.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar staðfestir afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs með 7 atkvæðum.
Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs sitja hjá.
Gunnar Axel Axelsson gerði grein fyrir atkvæði sínu.