Þróunarsvæði
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 356
14. október, 2014
Samþykkt
‹ 9
10
Fyrirspurn
Tekið til umræðu. Þétting byggðar/ nýir byggðarkjarnar. Skipun ráðgjafahóps um verkefnið. Tillaga að verkefnalýsingu lögð fram. Lagt til að skipaður verði ráðgjafahópur til að gera tillögu að þróunarsvæðum innan núverandi byggðar í samræmi við stefnu svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins 2015-2040. Hópinn skipa: Sigríður Magnúsdóttir, arkitekt, Þráinn Hauksson, landslagsarkitekt og Kári Eiríksson, arkitekt.
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða verkefnalýsingu og að ofangreindir einstaklingar verði ráðnir á forsendum verkefnalýsingarinnar, enda séu fjárheimildir fyrir hendi, og felur sviðstjóra skipulags- og byggingarsviðs að ganga frá samningi á grundvelli verkefnalýsingarinnar. Samningur við hópinn mun verða lagður fram á næsta fundi skipulags- og byggingarráðs. Tengiliður Skipulags- og byggingarsviðs verður Berglind Guðmundsdóttir landslagsarkitekt og umhverfisfulltrúi sviðsins.