Fyrirspurn
6. liður úr fundargerð SKB frá 7. apríl sl.
Tekið fyrir erindi Áss styrktarfélags um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar, sem Skipulags- og byggingarráð heimilaði. Skipulagstillaga dags. 12.12.14 var auglýst skv. 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdatíma er lokið, athugasemdir bárust.
Skipulags- og byggingarráð samþykkti að gert verið skuggavarp á lóðinni. Skuggavarp hefur borist. Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs að svörum við innkomnum athugasemdum.
Skipulags- og byggingarráð tekur undir svör við athugasemdum og gerir að sínum. Skipulags- og byggingarráð samþykkir deiliskipulagið og að meðferð þess verði lokið skv. 42. grein skipulagslaga 123/2010.
Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina Arnarhraun 50 og að málinu verði lokið skv. 42. grein skipulagslaga 123/2010."