Stekkjarberg 9, fyrirspurn um skipulag
Stekkjarberg 9
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 10 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 355
7. október, 2014
Samþykkt
Fyrirspurn
Páll Gunnlaugsson ASK arkitektum leggur inn fyrirspurn dags. 12.09.14 f.h. Ágústar Ármann og Önnu Maríu Kristjánsdóttur varðandi deiliskipulag lóðarinnar Stekkjarberg 9 samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 01.10.14, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs. Gunnar Örn Sigurðsson ASK arkitektum mætti á fundinn og kynnti.
Svar

Skipulags- og byggingarráð heimilar umsækjanda að vinna tillögu að deiliskipulagi svæðisins í samræmi við fyrirspurnina. Skipulags- og byggingarráð fer fram á að umsækjandi vinni lýsingu í samræmi við 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þó svo að lögin heimili að falla frá því. Ferli lýsingarinnar verði skv. 3. mgr. 40. gr. laganna. Settir verði skilmálar um útlit og efnisval.