Í ljósi svara sem hafa borist frá heilbrigðisfulltrúa Hafnarfjarðar og Kópavogs hefur Skipulags- og byggingarráð tekið til endurskoðunar ákvörðun sína frá 2. des. sl. um að mæla með fyrirspurn um að breyta núverandi þvottastöð. Ákvörðun þessi er tekin í ljósi skilyrða vegna loftborinnar mengunar sem heilbrigðisfulltrúi Hafnarfjarðar og Kópavogs mælti með þegar starfsleyfi var veitt árið 2002. Ekki hefur verið sýnt fram á að loftborin mengun berist ekki til nálægðra fyrirtækja og íbúðarhúsa. Skipulags- og byggingingarráð óskar eftir nánari gögnum um það og hvernig það mál verði leyst.