Reykjavíkurvegur 54, byggingarleyfi og endurnýjun á starfsleyfi
Reykjavíkurvegur 54
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 362
13. janúar, 2015
Annað
Fyrirspurn
Löður ehf. sækja 10.10.2014 um endurnýjun á starfsleyfi fyrir bílaþvottastöð. Einnig er sótt um byggingarleyfi fyrir breytingu á aðkomu og útliti þvottastöðvar samkvæmt teikningum Kristjáns Ásgeirssonar dags. 01.10.2014. Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkti byggingaráform á fundi 10.12.14 í samræmi við 9. grein laga um mannvirki og að fenginni umsögn Skipulags- og byggingarráðs. Lagður fram tölvupóstur Heilbrigðisfulltrúa Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis dags. 22.12.14.
Svar

Í ljósi svara sem hafa borist frá heilbrigðisfulltrúa Hafnarfjarðar og Kópavogs hefur Skipulags- og byggingarráð tekið til endurskoðunar ákvörðun sína frá 2. des. sl. um að mæla með fyrirspurn um að breyta núverandi þvottastöð. Ákvörðun þessi er tekin í ljósi skilyrða vegna loftborinnar mengunar sem heilbrigðisfulltrúi Hafnarfjarðar og Kópavogs mælti með þegar starfsleyfi var veitt árið 2002. Ekki hefur verið sýnt fram á að loftborin mengun berist ekki til nálægðra fyrirtækja og íbúðarhúsa. Skipulags- og byggingingarráð óskar eftir nánari gögnum um það og hvernig það mál verði leyst.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 122152 → skrá.is
Hnitnúmer: 10037669