Fyrirspurn
Tekið fyrir að nýju erindi Löðurs ehf. sem sækja 10.10.2014 um endurnýjun á starfsleyfi fyrir bílaþvottastöð. Einnig er sótt um byggingarleyfi fyrir breytingu á aðkomu og útliti þvottastöðvar samkvæmt teikningum Kristjáns Ásgeirssonar dags. 01.10.2014. Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkti byggingaráform á fundi 10.12.14 í samræmi við 9. grein laga um mannvirki og að fenginni umsögn Skipulags- og byggingarráðs. Áður lagður fram tölvupóstur Heilbrigðisfulltrúa Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis dags. 22.12.14. Komið hefur í ljós að deiliskipulag fyrir svæðið frá 2002 hlaut aldrei lögformlega staðfestinu, og þarf því að grenndarkynna erindið skv. 44. grein skipulagslaga. Áður lagður fram tölvupóstur Þorleifs Magnússonar varðandi loftun á þvottarýmum. Skipulags- og byggingarráð óskar eftir skriflegri staðfestingu á að þvottarýmin séu lokuð eins og uppdrættir sýna og gerð verði grein fyrir loftræstingu úr þeim, áður en erindið verði grenndarkynnt. Lagðir fram tölvupóstar Þorleifs Magnússonar dags. 27.01.15 og 28.01.14.