Uppland reiðleiðir, breyting á aðalskipulagi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1736
10. desember, 2014
Annað
Fyrirspurn
9.liður úr fundargerð SBH frá 2.des. sl. Hestamannafélagið Sörli óskar eftir breytingum á legu reiðleiða í upplandi Hafnarfjarðar skv. meðfylgjandi gögnum. Frestað á síðasta fundi.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að unnin verði breyting á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar í samræmi við erindið. Jafnframt verð skoðuð framlenging á gönguleið að Sléttuhlíðarsvæðinu.
Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að unnin verði breyting á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar í samræmi við bókun Skipulags- og byggingarráðs."
Svar

Ólafur Ingi Tómasson tók til máls.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 123122 → skrá.is
Hnitnúmer: 10034221