Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eigendum skylt að taka til á lóðinni og færa bíla og bílaparta inn fyrir lóðarmörk. Verði ekki brugðist við því innan þriggja vikna verða bílar og bílapartar utan lóðar fjarlægðir á kostnað eigenda.
Enn fremur er vísað í kafla 7.2.4 í byggingarreglugerð: "Lóðarhafa er skylt að ganga snyrtilega frá lóð sinni með gróðri eða á annan hátt í samræmi við samþykkta uppdrætti."