Ólafur Ingi Tómasson tók til máls og lagði til að málinu yrði vísað aftur til skipulags- og byggingarráðs til umfjöllunar.
Gunnar Axel Axelsson tók einnig til máls, þá Ófeigur Friðriksson, síðan Ólafur Ingi Tómasson, Ófeigur Friðriksson kom að andsvari við ræðu Ólafs Inga Tómassonar, Ólafur Ingi Tómasson svaraði andsvari.
Gunnar Axel Axelsson tók til máls öðru sinni, Ólafur Ingi Tómasson kom að andsvari, Guðlaug Kristjánsdóttir kom einnig að andsvari við ræðu Gunnars Axel Axelssonar og tók 1. varaforseti Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir við stjórn fundarins á meðan.
Adda María Jóhannsdóttir tók þessu næst til máls, Ólafur Ingi Tómasson kom að andsvari.
Ófeigur Friðriksson tók þá til máls öðru sinni.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti tillögu um að vísa málinu aftur til umfjöllunar í skipulags- og byggingarráði með 11 samhljóða atkvæðum.